Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Kjósendur við forsetakjör

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar annars vegar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og hins vegar um kosningaathöfnina á kjördag. Þá er hér einnig að finna kafla um kjörskrá og þau atriði sem varða gerð hennar.

Atkvæðagreiðslan fer fram á sömu kjörstöðum og notast er við í almennum kosningum. Einstök sveitarfélög munu auglýsa nánar um kjörstaðina skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna, m.a. hvenær þeir eru opnir, hvar þeir eru, hvernig skipt er í kjördeildir, o.fl.  Kjósendur eru beðnir að kynna sér vel þær upplýsingar.

Kosningarrétt við forsetakjör eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarrétt til Alþingis, samkvæmt 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945, sbr. 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.