Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


11. hluti - Prentað kynningarblað og kynningarkjörseðill

11. hluti - Prentað kynningarblað og kynningarkjörseðill

11. hluti - Prentað kynningarblað og kynningarkjörseðill

Í kynningarblaðinu, sem dómsmála- og mannréttindaráðuneytið gefur út, verða birtar sömu upplýsingar um frambjóðendur og er að finna á kosning.is. Blaðið verður sent inn á hvert heimili landsins þriðjudaginn 16. nóvember, ásamt hjálparkjörseðli handa hverjum kjósenda. Í  blaðinu verður einnig fjallað um ýmsa þætti er varða framkvæmd kosninganna, kosningakerfið og talningu atkvæða. Markmiðið er að kjósendur eigi þess kost að undirbúa sig sem best fyrir kosninguna því á kjörseðilinn verða ekki færð nöfn þeirra frambjóðenda sem kjósandinn velur heldur auðkennistölur þeirra.