Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Kosningavefurinn mikið heimsóttur - 11.6.2014

Fjölmargar heimsóknir voru á vefinn kosning.is, kosningavef innanríkisráðuneytisins, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí síðastliðinn. Alls komu tæplega 22.500 gestir inn á vefinn frá 24.-31. maí, þar af rúmlega 11 þúsund á kjördag, samkvæmt Google Analytics. Á vefnum er að finna upplýsingar og fróðleik um framkvæmd kosninga og er hann ætlaður kjósendum, frambjóðendum og þeim sem sjá um framkvæmd kosninga.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 30.5.2014

Hér á eftir er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, svo sem um kjörskrá, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna laugardaginn 31. maí 2014.

Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði - 30.5.2014

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag - 30.5.2014

Á vef sýslumanna, syslumenn.is, má sjá upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geti snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar - kjörstaðir og opnunartímar - 28.5.2014

Í Reykjavík fer atkvæðagreiðsla ­utan kjörfund­ar fram í Laugardalshöll. Þar er opið alla daga frá klukk­an 10:00 –22:00. Á kjördag verður opið frá klukkan 10:00 – 17:00 fyrir þá kjósendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Á vefsíðu sýslumanna eru upplýsingar frá öllum sýslumannsembættum á landinu um þjónustu þeirra vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, kjörstaði og opnunartíma. Lesa meira

Auðlesið efni - 28.5.2014

Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, kosning.is, er birt í fysta sinn auðlesið efni og má líta á það sem fyrsta skrefið í þá átt að þjóna þeim hópi sem á því þarf að halda. Frumkvæði að þessu átti Átak, félag fólks með þroskahömlun.

Lesa meira

Hátt í 7 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar - 26.5.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag hefur farið hægt af stað en fer vaxandi. Þegar hafa verið greidd 6.850 atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og í sendiráðum erlendis samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík nú undir kvöld, 26. maí. Til samanburðar höfðu 5.431 greitt atkvæði í gær, sunnudaginn 25. maí.

Lesa meira

Óbundin kosning í 18 sveitarfélögum - 26.5.2014

Kosning verður óbundin í 18 sveitarfélögum þar sem engir framboðslistar komu fram áður en framboðsfrestur rann út 10. maí sl. Við kosningarnar 31. maí verða því allir kjósendur í umræddum sveitarfélögum í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því með tilkynningu til yfirkjörstjórnar.

Lesa meira

Hvatt til þátttöku – Myndbönd ætluð ungu fólki - 25.5.2014

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur fólk til að nýta atkvæðisrétt sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Bent er á að kosningaþátttaka hafi farið minnkandi á undanförnum áratugum. Í kosningunum árið 2010 var þátttaka sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 % frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest árið 1974 eða 87,8%.

Lesa meira

Alls 239.810 kjósendur á kjörskrárstofnum - 23.5.2014

Sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnum þeim sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té. Á kjörskrárstofnum sem unnir hafa verið vegna kosninganna 31. maí næstkomandi eru 239.810 kjósendur, 120.431 konur og 119.377 karlar. Samkvæmt þessu eru kjósendur 13.880 fleiri nú en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2010, eða sem svarar 6,1%.
Lesa meira