Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Auglýsing sýslumannsins í Reykjavík

4.4.2014

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sent frá sér svohljóðandi auglýsingu um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 31. maí 2014:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí 2014, hefst hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 5. apríl nk. Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 – 15:00. Um helgar er opið frá kl. 12:00 – 14:00.

Lokað verður á skírdag þann 17. apríl, föstudaginn langa 18. apríl, páskadag 20. apríl og annan í páskum 21. apríl nk. Opið verður laugardaginn 19. apríl nk. frá kl. 12:00 – 14:00. Lokað verður sumardaginn fyrsta 24. apríl og 1. maí nk.

Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Á kjördag laugardaginn 31. maí nk. verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00 fyrir kjósendur utan höfuðborgarsvæðisins.

Sýslumaðurinn í Reykjavík

Sjá auglýsingu á vefsíðu embættisins.

Til baka Senda grein