Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist 5. apríl

4.4.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 getur hafist laugardaginn 5. apríl. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi og til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Sjá nánari upplýsingar á vef sýslumanna.

Atkvæðagreiðsla erlendis er á vegum utanríkisráðuneytisins og hefst 7. apríl. Upplýsingar þar um má nálgast á vef ráðuneytisins.

Til baka Senda grein