Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Tilkynning um nýtt lögheimili – síðustu forvöð föstudaginn 9. maí

6.5.2014

Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, 10. maí næstkomandi, þar sem af því ræðst - eftir atvikum - í hvaða kjördeild eða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði.

Óheimilt er að breyta skráningu í kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag. Síðustu forvöð að tilkynna um nýtt lögheimili til Þjóðskrár eru föstudaginn 9. maí næstkomandi.

Til baka Senda grein