Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Kosningaréttur erlendra ríkisborgara

11.5.2014

Á kjörskrá skal taka danska, finnska, norska og sænska ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, hafa náð 18 ára aldri á kjördag, 31. maí 2014, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.  

Enn fremur skal taka á kjörskrá aðra erlendia ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.


Til baka Senda grein