Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Hátt í 7 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar

26.5.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag hefur farið hægt af stað en fer nú vaxandi. Þegar hafa verið greidd 6.850 atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og í sendiráðum erlendis samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík nú undir kvöld, 26. maí. Til samanburðar höfðu 5.431 greitt atkvæði í gær, sunnudaginn 25. maí.

Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumannsembættum á landinu. Í Reykjavík er kosið utan kjörfundar í Laugardalshöll. Þar er opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00.  Á Akureyri fer atkvæðagreiðsla fram í Menningarhúsinu Hofi. Þar er opið á virkum dögum frá kl. 09:00 til 18:30. Sjá nánari upplýsingar hér um þjónustu sýslumanna.

 

Til baka Senda grein