Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Kosningavefurinn mikið heimsóttur

11.6.2014

Fjölmargar heimsóknir voru á vefinn kosning.is, kosningavef innanríkisráðuneytisins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí sl. Alls komu tæplega 22.500 gestir inn á vefinn frá 24.-31. maí, þar af rúmlega 11 þúsund á kjördag, samkvæmt Google Analytics. Á vefnum er að finna upplýsingar og fróðleik um framkvæmd kosninga og er hann ætlaður kjósendum, frambjóðendum og þeim sem sjá um framkvæmd kosninga.

Fyrir utan forsíðuna skoðuðu flestir upplýsingar um kjörskrá, en með því að slá inn kennitölu sína gat kjósandi séð hvar hann var skráður á kjörskrá. Í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins birtust einnig upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Þá vöktu síður um hvert sveitarfélag í landinu mikla athygli, en þar var m.a. að finna upplýsingar um framboð á hverjum stað.

Ítarlegar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar skora líka hátt í heimsóknatölum á vefinn en meðal efnis þar voru leiðbeiningarmyndbönd á íslensku og ensku. Á vefnum var einnig að finna upplýsingar á táknmáli auk auðlesins efnis um sveitarstjórnarkosningarnar.

 

Til baka Senda grein