Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Auðlesið efni

Atkvæða-greiðsla utan kjör-fundar

 •     Sveitar-stjórnar-kosningar fara fram laugar-daginn 31. maí næst-komandi. Upp-lýsingar um hvar þú átt að kjósa eru lang-oftast í kjör-skrá.

 • Þegar þú slærð inn kenni-tölu þína birtist nafn þitt, heimili, sveitar-félag og loks upp-lýsingar um kjör-stað og kjör-deild. Hér er kjör-skrá.

 • Sá sem ætlar að kjósa í komandi kosn-ingum getur þó, ef hann þarf, greitt at-kvæði fyrir kjör-dag.

 • Hann kýs þá utan kjör-fundar. Sýslu-menn sjá um þá fram-kvæmd innan-lands. 

Kjör-staðir

Ef þú ætlar að kjósa utan kjör-fundar getur þú farið á eftir-farandi staði:

 • Þú getur farið til sýslu-manna og í úti-bú þeirra sem þeir aug-lýsa.

 • Sýslu-menn aug-lýsa hvar og hvenær er hægt að kjósa.

Þú getur séð á þessari síðu hvar er hægt að kjósa. Smelltu hér.


Ef þú býrð erlendis þarftu að fara til sendi-ráðs eða til fasta-nefndar hjá alþjóða-stofnun


 

   Ef þú býrð erlendis þarftu að fara til sendi-ráðs eða til fasta-nefndar hjá alþjóða-stofnun

 • Þú getur líka farið á sendi-ræðis-skrifstofu eða á skrifstofu kjörræðis-manns.

 • Utan-ríkis-ráðu-neytið ákveður hvar er hægt að kjósa.

 • Ráðu-neytið sér líka um að senda kjör-gögn til kjör-stjórna í útlöndum.

- Sjá meira á þessari síðu og

vef-síðu utan-ríkis-ráðu-neytisins.
Þeir sem eru á sjúkra-húsi eða elli-heimili eða búa í þjónustu-úrræði fyrir fatlað fólk mega kjósa þar. Kjör-stjórn ákveður hvenær má kjósa.


 

Kosið heima

 • Þú mátt kjósa heima ef þú er veikur, með fötlun eða átt von á barni.

 • Þú mátt líka kjósa heima ef þú býrð á elli-heimili eða í þjónustu-úrræði fyrir fatlað fólk eins og talað er um hér að framan.

 • Ef þú ætlar að kjósa heima þarftu að skila inn skrif-legri umsókn.

 • Einhver sem þekkir þig vel þarf að stað-festa skrif-lega að þú getir ekki kosið á kjör-stað.

 • Það má ekki kjósa heima fyrr en 3 dagar eru til kosninga.

 • Það verður að biðja kjör-stjórn um leyfi til þess ekki seinna en 4 dögum fyrir kjör-dag.

 • Loka-frestur til að sækja um leyfi  er 27. maí næst-komandi og þú þarft að vera búin/ n að því fyrir kl. 16.

- Hér eru reglur sem segja til um hvernig á að fram-kvæma svona kosningu.


 

- Hér er um-sóknar-blað til að fá að kjósa heima. Ef þú ert út á sjó á skipi frá Íslandi mátt þú kjósa um borð í skipinu.

 • Skip-stjórinn tekur við atkvæðunum eða ein-hver sem hann segir að eigi að gera það.

  Sá aðili kallast kjör-stjóri.
 • Skip-stjórinn eða kjör-stjóri verður að passa að nóg sé til af kjör-gögnum. Hann verður líka að láta alla vita hvenær má kjósa.


 Hvernig fer kosning fram utan kjör-fundar?

 • Ef þú ætlar að kjósa áður en kjör-dagur er, 31. maí næst-komandi, þarftu að láta kjör-stjóra vita hver þú ert með því að sýna persónu-skilríki eða eitt-hvað annað sem sannar hver þú ert.

 • Þú færð afhentan kjör-seðil til að kjósa og um-slag til að setja seðil-inn í. Þú færð líka eyðu-blað sem á að fylla út og fylgja með og líka annað um-slag.

 • Þú þarft að kjósa ein/n. Þú skrifar á blaðið eða notar stimpil þannig að fram komi hvern þú vilt kjósa.

 • Á blaðinu eru ekki nöfn á flokkum eða þeim sem eru í fram-boði. Á stimplum eru bókstafir sem flokkar eða listar hafa.

 • Ef þú vilt breyta röð-inni á því fólki sem býður sig fram á lista þarft þú að skrifa nöfnin á þeim og setja númer fyrir framan.

 • 1 fyrir framan þann sem þú vilt hafa fyrstan og 2 fyrir þann sem þú vilt að sé á eftir honum.

 • Ef þú vilt ekki hafa ein-hvern á listanum þarft þú að skrifa nafn hans og strika svo yfir það.

 • Ef kosið er á milli allra sem búa í sveitar-félaginu og eru kjör-gengir þarft þú að skrifa fullt nafn á þeim sem þú vilt kjósa og heimilis-föng þeirra.

  Líka nöfn vara-manna sem þú vilt kjósa.

 • Þetta á við þegar ekki er kosið milli flokka eða lista.

 • Þú verður að raða vara-mönnum eins og þú vilt að þeir fái að taka sæti.

 • Þegar þú ert búin/n að kjósa með því að skrifa eða stimpla á blaðið setur þú það í um-slagið og límir fyrir.

 • Þegar búið er að kjósa þarf að fylla út fylgi-bréfið sem fylgir með og skrifa undir það þannig að kjör-stjóri sjái og hann skrifar líka undir.

 • Þú stingur svo fylgi-bréfinu og um-slaginu sem þú notaðir undir kjör-seðilinn í hitt um-slagið.

 • Þú límir það aftur og skrifar framan á það hvar þú átt heima. Aftan á um-slagið þarftu að skrifa nafnið þitt og kenni-töluna mjög skýrt.

 • Þú þarft svo að senda þetta um-slag og borga fyrir það til að það komist til skila þar sem þú átt heima.

 • Kjör-stjóri á að láta bréfið í póst ef þú óskar eftir því.

Ef þú kýst þar sem þú átt heima setur þú um-slagið í atkvæða-kassa á staðnum.

Kjósandi þarf aðstoð við atkvæða-greiðslu utan kjör-fundar


Þú getur fengið að-stoð við að kjósa:

 • Ef þú út-skýrir að þú getir ekki skrifað á kjör-seðilinn eða blöðin sem fylgja honum.

  Til dæmis ef þú ert blindur eða ef þú getur ekki notað höndina. Þá á kjör-stjóri að að-stoða þig í ein-rúmi.

 • Kjör-stjóri má ekki segja frá því hvað þú kýst eða hvað þú segir við hann.

 • Ef þú þarft að-stoð þarf að segja frá því á blað-inu sem fylgir með.

  Þar þarf að skrifa af hverju þú þarft að-stoð.

 • Að-stoð við að skrifa á kjör-seðilinn má aðeins leyfa ef þú getur sjálfur beðið um hana og það sé alveg skýrt hvað þú vilt kjósa.

  Það má ekki bjóða þér þessa aðstoð.

 • Þú getur líka óskað eftir því að í staðinn fyrir kjör-stjóra getir þú beðið um ein-hvern sem þú vilt sjálfur láta að-stoða þig.

 • Kjör-stjóri verður að gera hlé á kosningum þangað til aðrir kjós-endur sem eru á staðnum hafa klárað að kjósa

  Aðstoðar-maður þinn þarf að fara annað á meðan.

 • Kjör-stjóri þarf að taka þessa ósk strax fyrir.

  Það sem hann ákveður er loka-niður-staða.

 • Kjör-stjóri getur leyft aðstoðar-manni að aðstoða þig við að kjósa ef þú getur sjálfur sagt frá því hvað þú vilt. 

  Aðrir mega ekki segja þér né öðrum hvaða aðstoðar-mann þú færð.

 • Ef þú getur ekki sagt kjör-stjóra hvað þú vilt má hann samt leyfa aðstoðar-manninum að að-stoða þig við að kjósa.

 • Til þess að það sé hægt þarftu að koma með vott-orð frá réttinda-gæslu-manni sem starfar á þínu svæði. Listi yfir réttinda-gæslu-menn fatlaðs fólks, sjá vef-síður Þroska-hjálpar og velferðar-ráðu-neytisins.

  Þar þarf að koma fram að þú hafir valið þann aðstoðar-mann sem á að að-stoða þig við að kjósa.

 • Ef þú upp-fyllir ekki það sem hér er sagt þá getur þú ekki kosið með þessum hætti.

 • Ef kjör-stjóri leyfir aðstoðar-manni að hjálpa þér að kjósa þarf að segja frá því í fylgi-bréfinu.

 • Aðstoðar-maðurinn má ekki segja frá því hvað þú hefur kosið.

  Ekki heldur hvað þið talið um meðan þú ert að kjósa.

 • Aðstoðar-maðurinn þarf að skrifa undir þagnar-heit á sér-stakt eyðu-blað. Hér er eyðu-blað.

 • Aðstoðar-maður má bara aðstoða einn kjósanda við sömu kosningu. 

                             

 Hvernig fer með atkvæðið?

 • Ef þú kýst hjá kjör-stjóra lætur þú atkvæðið í atkvæða-kassa.

  Kassinn á að vera lokaður og inn-siglaður af kjör-stjóra.

 • Ef þú kýst annars staðar en þú átt heima þarftu að koma atkvæðinu þínu sjálfur til kjör-stjóra þar sem þú átt heima.

  Þú þarft að borga fyrir að senda það þangað.

 • Kjörstjóri á samt að koma bréfinu í póst þangað sem þú átt heima ef þú vilt það.

  Það er nóg að bréfið með atkvæðinu þínu fari í einhverja kjör-deild þar sem þú átt heima.

 • Bréfið með atkvæðinu þínu þarf að vera komið til kjör-stjóra áður en kosningu lýkur.                         

      

Sending atkvæða sem greidd eru utan kjör-fundar erlendis

 • Þeir sem búa í út-löndum þurfa sjálfir að koma atkvæðinu til Íslands.

  Þá þarf að senda atkvæðið til sýslu-manns eða kjör-stjóra þar sem þú átt heima.

  Eftir að þú hefur kosið hjá kjör-stjóra er atkvæðið sett í um-slag fyrir kjör-seðilinn og það límt aftur.

 • Um-slagið og blað sem er fyllt út er því næst sett í annað um-slag.

  Á það er skrifað heimilis-fang hjá sýslu-manni eða kjör-stjóra þar sem þú átt heima og því lokað.

 • Aftan á það um-slag þarf að skrifa upp-lýsingar um þig svo hægt sé að senda bréfið á réttan stað.

 • Ef þú vilt ekki að nafnið þitt og kenni-tala séu sýni-leg máttu setja þetta í annað um-slag og merkja það um-slag sýslu-manni eða kjör-stjóra á þeim stað sem þú átt heima.

 • Hægt er að senda atkvæðið þitt með pósti eða með öðrum hætti þannig að kjör-stjóri fái það áður en kosningum er lokið. Ef það berst ekki fyrir lokun kjör-staða á kosninga-daginn 31. maí  er atkvæðið ógilt.

 • Það er nóg að atkvæðið þitt fari í einhverja kjör-deild í því sveitar-félagi þar sem þú átt heima.

-    Hér má sjá hvar sýslu-menn eru með skrif-stofur

-    Hér má finna skrif-stofur sveitarfélaga

 

                                      
Fyrir-gerir atkvæða-greiðsla utan kjörfundar rétti þínum til að greiða atkvæði á kjör-dag?

 • Þótt þú sért búin/n að kjósa áður en kosningar fara fram máttu samt kjósa á kjör-dag, 31. maí.

 • Þá gildir ekki atkvæði þitt utan kjör-fundar.