Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Auðlesið efni

Atkvæða-greiðsla á kjör-dag 31. maí 2014

    
Hvar á ég að kjósa?

 • Þú kýst í því sveitar-félagi þar sem þú áttir lög-heimili í 10. maí síðast-liðinn.

 • Sveitar-félagið aug-lýsir hvar hægt er að kjósa á kjör-dag,  31. maí 2014.

 • Sum sveitar-félög setja þessar upp-lýsingar á vef-síður sínar.

 • Þá er lang-oftast hægt að sjá á kjör-skrá hvar kjör-staðurinn er. Þú slærð inn kenni-tölu og þá birtast þessar upp-lýsingar: Nafn þitt, heimili, sveitar-félag, kjör-staður og númer kjör-deildar.
  - Smelltu hér til að komast inn á kjörskrá.

 • Kjör-staðir eru opnir frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.

 • Sums staðar er ekki opið svo lengi.

 • Innanríkis-ráðu-neytið gefur út leið-bein-ingar sem eiga að hanga uppi á áber-andi stað þar sem kosið er.       

Hvernig á að kjósa?

 • Þú mætir á kjör-stað og ferð í rétta kjör-deild.

 • Þar sýnir þú skil-ríki til að sanna hver þú ert og síðan færð þú kjör-seðil.

 • Þú ferð með kjör-seðilinn inn í kjör-klefa þar sem þú átt að kjósa.
                      

Hvernig fer atkvæða-greiðslan fram?


 • Á kjör-seðlinum eru bókstafir fyrir hvern stjórn-mála-flokk  eða lista sem bjóða fram og nöfn fram-boðanna.

 • Þar fyrir neðan eru nöfn frambjóð-enda.

 • Í klefanum sem þú ert að kjósa í er blý-antur sem þú notar til að krossa X fyrir framan þann bók-staf sem þú vilt kjósa.

 • Ef þú vilt breyta röð fram-bjóð-enda skrifar þú til dæmis 1 fyrir framan þann sem þú vilt hafa fyrstan, 2 fyrir þann sem þú vilt að sé á eftir honum, og svo fram-vegis.

 • Ef þú vilt ekki hafa ein-hvern eða ein-hverja á list-anum strikar þú yfir nafn eða nöfn þeirra.

 • Þú mátt ekki skrifa neitt við aðra lista en þann sem þú kýst. Ef þú gerir það verður  atkvæði þitt hugsan-lega ógilt.  

                      

Hvað ef þú gerir mis-tök við að kjósa eða einhver sér hvað þú kaust?

 • Þú mátt kjósa aftur ef þú heldur að þú hafir gert eitthvað vit-laust þegar þú kaust.

 • Þá færðu nýjan seðil en þú skilar þeim gamla til kjör-stjórnar.

 • Enginn má sjá hvað þú kaust. Ef þú sýnir kjör-seðilinn þinn þannig að fólk sér hvað þú kaust er atkvæði þitt ógilt.
          
Ef ég þarf aðstoð við að kjósa?


 • Þú út-skýrir að þú getir ekki skrifað á kjör-seðilinn, til dæmis vegna þess að þú sért blind/ur  eða að þú getir ekki notað höndina.

 • Aðstoð við að skrifa á kjör-seðilinn má aðeins leyfa ef þú getur sjálfur beðið um hana og það sé alveg skýrt í þínum huga hvað þú vilt kjósa.

 • Það má ekki bjóða þér að-stoð, þú verður að biðja um hana.

 • Kjör-stjóri getur leyft aðstoðar-manni að hjálpa þér að kjósa ef þú getur sjálfur sagt frá því hvað þú vilt.

 • Ef þú getur ekki sagt kjör-stjóra hvað þú vilt má hann samt leyfa aðstoðar-manni að aðstoða þig við að kjósa.

 • Til þess að það sé hægt þarftu að koma með vott-orð frá réttinda- gæslu-manni sem starfar á þínu svæði.

 • Þar þarf að standa að þú hafir sjálfur valið þann aðstoðar-mann sem á að hjálpa þér við að kjósa.

 • Ef þú upp-fyllir ekki það sem hér er sagt getur þú ekki kosið með þessum hætti.

 • Aðstoðar-maðurinn má ekki segja frá því hvað þú kaust.

 • Ekki heldur hvað þið talið um meðan þú ert að kjósa.

 • Aðstoðar-maðurinn þarf að skrifa undir þagnar-heit á sér-stakt eyðu-blað.
  - Smelltu hér til að sjá eyðublað.

 • Aðstoðar-maður má bara aðstoða einn kjósanda við sömu kosn-ingu.
   
    Óbundnar kosningar

 • Sums staðar eru kosningar óbundnar. Það þýðir að þá kýst þú einstaklinga.

 • Þú velur þá sem búa í sveitar-félaginu þínu og hafa rétt til að kjósa.

 • Þú færð kjör-seðil sem skiptist í tvo hluta.

 • Á efri hlut-ann skrifar þú nöfn þeirra sem þú kýst og heimilis-föng.

 • Á neðri hlut-ann skrifar þú nöfn og heimilis-föng þeirra sem þú vilt kjósa sem vara-menn þeirra sem þú skrifaðir á efri hlut-ann.

Þú verður að skrifa númer við nöfnin, frá 1 og áfram eftir því hve marga á að kjósa.