Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Hæfi kjörstjórnarmanna

Samkvæmt 16. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna skal sá sem sæti á í kjörstjórn víkja sæti ef hann er í kjöri til sveitarstjórnar í bundnum hlutfallskosningum. Einnig skal kjörstjórnarmaður víkja sæti ef til úrskurðar er mál er varðar maka hans eða þann sem er skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar.