Kjörstaðir á kjördag

Kjörstaðir á kjördag

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum.

Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi en þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Innanríkisráðuneytið gefur út kosningaleiðbeiningar og skulu þær hanga uppi í kjörfundarstofu og annars staðar á kjörstað á áberandi stað.

Upplýsingar um kjörstaði á kjördag.

Lista yfir sveitarfélög og vefsíður þeirra er að finna hér á kosningavefnum og á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.        Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.