Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Úthlutun listabókstafa

Eftir að framboðsfrestur er liðinn og yfirkjörstjórn hefur úrskurðar um gildi framkominna framboðslista merkir hún listana með hliðsjón af skrá ráðuneytisins um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar, sbr. 31. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna. Ef framboðslistar eru ekki bornir fram af stjórnmálaflokkum merkir yfirkjörstjórn þá í stafrófsröð eftir því sem þeir hafa borist henni eða eftir samkomulagi við umboðsmenn listanna. Um þetta segir í athugasemdum við lagafrumvarpið:

Gert er ráð fyrir að kjörstjórnum verði gert skylt að taka mið af skrá dómsmálaráðuneytisins [nú innanríkisráðuneytisins] um listabókstafi við næstu alþingiskosningar á undan [...] Er þannig gert ráð fyrir að samræmi verði milli alþingiskosninga og sveitarstjórnarkosninga hvað þetta atriði varðar.

Sjá hér auglýsingu ráðuneytisins um listabókstafi.