Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Yfirkjörstjórnir

Í hverju kjördæmi er yfirkjörstjórn. Yfirkjörstjórnir eru kosnar af Alþingi og eru skipaðar fimm mönnum og fimm til vara. Það er borgaraleg skylda að taka sæti í kjörstjórn. Við ákveðnar aðstæður getur kjörstjórnarmaður þurft að víkja sæti, t.d. ef til úrskurðar er mál, sem varðar maka hans eða ættingja. Yfirkjörstjórnir skulu eins og aðrar kjörstjórnir halda gerðabækur og bóka gerðir sínar.

Formenn yfirkjörstjórna

Norðvesturkjördæmi
Ríkarður Másson, sýslumaður

Suðurgötu 1
550 Sauðárkrókur
rikardurm@syslumenn.is
gsm: 891 9154
Suðvesturkjördæmi
Jónas Þór Guðmundsson, hrl.
Strandgötu 25
220 Hafnarfjörður
jthg@simnet.is
gsm: 899 8121
Norðausturkjördæmi
Páll Hlöðvesson, skipatæknifr.
Kringlumýri 11
600 Akureyri
pallh@vma.is
gsm: 892 6350 
  
Reykjavíkurkjördæmi suður
Sveinn Sveinsson, hrl.
Ármúla 21
108 Reykjavík
sveinn@logstofan.is
gsm: 866 6904
Suðurkjördæmi
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður
Heiðarvegi 15
900 Vestmannaeyjum
gauti@syslumenn.is
gsm: 898 1067

      

Reykjavíkurkjördæmi norður

Katrín Theodórsdóttir, hdl.
Ásvallagötu 2,
101 Reykjavík
ktheodors@logron.is
gsm: 692 0310

  • Upplýsingar um aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag, 20. október 2012 (kemur síðar).

Kjörgögn

Kjörgögnum útdeilt
Um leið og yfirkjörstjórn hefur fengið kjörgögn í hendur frá innanríkisráðuneytinu útdeilir hún þeim til undirkjörstjórna. Hver undirkjörstjórn skal fá jafnmarga seðla og kjósendur eru á kjörskrá í hennar kjördeild og a.m.k. 10% umfram það. Þar sem kosnar eru sérstakar kjörstjórnir, þ.e. kjörstjórnir sem hafa umsjón með undirkjörstjórnum á stöðum þar sem kjördeildir eru fleiri en ein, er heimilt að afhenda þeim kjörseðla óflokkaða fyrir kjördeildir og annast þær þá afhendingu kjörseðlanna til undirkjörstjórna.

Seðlarnir skulu sendir í vönduðum umbúðum sem yfirkjörstjórn innsiglar með embættisinnsigli sínu svo vandlega að ekki sé auðið að opna umbúðirnar og ná út seðlum án þess að brjóta innsiglið.

Hverri sendingu kjörseðla skal fylgja blindraspjöld, kosningaleiðbeiningar og sérprentun viðeigandi laga. Þá skulu fylgja með sendingunni sex sterk umslög með áprentaðri utanáskrift til yfirkjörstjórnar, þar sem prentað hefur verið í neðra framhorn á tvö þeirra Ónýtir seðlar, á tvö Ágreiningsseðlar og á tvö Afgangsseðlar.

Auk þess skal yfirkjörstjórn láta fylgja stórt og sterkt umslag með áprentaðri utanáskrift sinni og á efra framhorni nafn kjördeildarinnar og skal í það umslag leggja hin umslögin.

Talning atkvæða

Að þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni senda undirkjörstjórnir oddvita yfirkjörstjórnar tafarlaust atkvæðakassana og ónotaða og ónýtta kjörseðla í þeim umbúðum er segir í lögum um kosningar til Alþingis. Á áður auglýstum stað og stund opnar yfirkjörstjórn atkvæðakassana og fer síðan fram talning atkvæða á sama hátt og segir í lögum um kosningar til Alþingis. Um það hvort kjörseðill telst gildur eða ekki og um meðferð ágreiningsseðla fer samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.
Landskjörstjórn skipar umboðsmenn í hverju kjördæmi sem hafa það hlutverk að gæta ólíkra sjónarmiða við atkvæðagreiðsluna, talningu atkvæða og úrlausn ágreiningsmála.

Við talningu atkvæða gerir svo yfirkjörstjórn grein fyrir þeim seðlum sem ekki hafa verið afgreiddir til undirkjörstjórna.

Kosningum frestað og uppkosningar

Kjörseðlar komast ekki til skila
Ef kosning fer ekki fram vegna þess að kjörseðlasending kemst ekki til skila, skal undirkjörstjórn tafarlaust tilkynna það yfirkjörstjórn sem endurnýjar sendinguna svo fljótt sem verða má og kveður þá undirkjörstjórn til kjörfundar að nýju innan viku.

Kosningu frestað vegna veðurs
Undirkjörstjórn getur að fengnu samþykki yfirkjörstjórnar, frestað kosningu í kjördeild eftir að hún er hafin ef hún telur óviðráðanlegar ástæður eins og óveður hindra að kosning geti fram haldið. Skal þá kosning fara fram að nýju innan viku.

Atkvæðasending frá kjördeild kemst ekki til skila
Ef kosning hefur farið fram en atkvæðasending frá kjördeild kemst ekki til skila til yfirkjörstjórnar, lætur yfirkjörstjórn nýja kosningu fara fram í kjördeildinni innan viku.