Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Fréttir

Hagtíðindi um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012.

Lesa meira

Auglýsing um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012

Landskjörstjórn hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem lýst var á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012. Auglýsing ráðuneytisins um niðurstöðurnar er svofelld:

Lesa meira

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20.október 2012

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu um niðurstöðu talningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Hún mun koma saman til fundar mánudaginn 29. október  til að lýsa úrslitum hennar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en áður nefndur fundur verður haldinn.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag

Á vef sýslumanna, syslumenn.is, má sjá upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geti snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið.

Lesa meira