Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innan lands vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fer 20. október 2012 hófst hinn 25. ágúst sl. Hægt er að greiða atkvæði hjá sýslumönnum um land allt en á vef embættanna, syslumenn.is, er að finna upplýsingar um afgreiðslutíma hjá hverju þeirra fyrir sig.

Athygli kjósenda er jafnframt vakin á því að heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumanni eða útibúi hans hvar á landinu sem er án tillits til búsetu eða lögheimilis.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að hafa borist hlutaðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 16. október 2012.


Kosið verður á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn.