Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Viðmiðunardagur kjörskrár er 29. september

Kjörskrár miðast við skráð lögheimili í sveitarfélagi eins og það er samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, eða 29. september 2012. Óheimilt er því að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þennan tíma.

Kjörskrár skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 10. október 2012. Kjörskrá skal liggja frammi á skrifstofu sveitarfélags eða öðrum hentugum stað á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka þegar til meðferðar athugasemdir er þeim berast við kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar, ef við á.