Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Kjördæmi

Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010 verða mörk kjördæma við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 hin sömu og í alþingiskosningunum 25. apríl 2009.

Norðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps.

Norðausturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps.

Suðurkjördæmi
Kjördæmið nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Sveitarfélagsins Voga.

Suðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.

Reykjavíkurkjördæmi suður og norður
Mörk Reykjavíkurkjördæmanna eru dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.